Aðventusvellið í skrúðgarðinum

Aðventusvellið er glæný og spennandi viðbót við Aðventugarðinn í Reykjanesbæ en það er staðsett í skrúðgarðinum í Keflavík.  Þar gefst fjölskyldum einstakt tækifæri til að upplifa saman gleðilegar stundir með hressandi útivist og hreyfingu.  Svellið var opnað fyrir almenning laugardaginn 18.desember og verður opið út mars á næsta ári. Það er Orkustöðin ehf. sem hefur tekið að sér reksturinn á svellinu í samstarfi við Reykjanesbæ. Aðventusvellið er 200 fermetrar að stærð og er umhverfisvænt þar sem það þarfnast hvorki raforku né vatns en svellið samanstendur af sérhönnuðum plötum sem hafa sömu eiginleika og venjulegur ís. Þá er einnig minni slysahætta á þessu svelli þar sem það gefur aðeins eftir ólíkt hefðbundnum ís. Hægt er að nota alla skauta nema listdansskauta sem eru með tennur að framan. 

Aðventusvellið verður frábær afþreying, upplifun og hreyfing fyrir íbúa Reykjanesbæjar og gesti Aðventugarðsins.

Upplýsingar

Við mælum með því að versla áskrift að svellinu ef þú og/eða fjölskyldan þín ætlið að vera dugleg að skauta í vetur.

Áskrift fyrir einn aðila kostar 2500 kr á mánuði.

Áskrift fyrir fjölskylduna kostar 5000 kr á mánuði. Inn í því eru tveir fullorðnir og börn undir 16 ára. 

Stök skautaferð kostar 800 kr. Skautar eru innifaldir í öllum verðum.

Þeir sem eru í áskrift hafa ótakmarkaðan aðgang að svellinu á meðan á opnunartíma stendur.

Mikilvægt er að skrá sig á svellið hér á síðunni eða í appinu okkar *Svellið*.

Hver skautaferð er 40 mín og hefst á heila tímanum.

Þeir sem koma með sína eigin skauta þurfa að láta skerpa þá á svæðinu, skerping kostar 800 kr.

Mikilvægt er að mæta tímanlega til að forðast raðir.

Opnunartími:

Vid reynum að hafa opið eftir veðri og vindum en miðum við eftirfarandi opnunartíma. 

Laugardaga og sunnudaga kl. 15:00 – 18:00

Lokað 24. 25. 26. 31. des og 1. jan.

Gætum mögulega bætt við auka dögum þegar veður er extra gott.

Nánari upplýsingar

Ertu með einhverjar spurningar? endilega sendu okkur tölvupóst á netfangið ljosbra@orkustod.is